Að grípa egg

 Ég er byrjuð í nýju námskeiði í lýðheilsufræðunum ; Skipulag aðgerða og þróun úrræða í lýðheilsu. Er búin að hlakka mikið til þessa námskeiðs, sérstaklega vegna þess að við erum með frábærann  kennara. Hún heitir Kerry Bozza, er bandarísk og kemur sérstakleg hingað til lands til að kenna þennan áfanga í HR. Happy Hún kenndi okkur í desember sl. og var það einn skemmtilegasti áfanginn sem ég hef farið í hingað til.

Kerry er alltaf hress, ótrúlega jákvæð, hefur sérstakan hæfileika til að láta okkur líða vel í tímunum hjá henni þrátt fyrir einstaka "tungumálaerfiðleika". En umfram allt, þá notar hún oft óhefðbundnar kennsluaðferðir. Á síðasta námskeiði hjá henni fórum við m.a. í kappræður - á ensku Shocking , spiluðum jeopardy  ( að sjálfsögðu um lýðheilsu) og notuðum leikræna tjáningu til að skilja betur ónæmiskerfi líkamans. Smile 

Í fyrsta tímanum hjá Kerry á mánudaginn sl. fórum við svo í eggjaleik W00t  - svona rétt til að hita okkur upp fyrir námskeiðið - hehe.

Þetta fór þannig fram að Kerry skipti okkur í 5 hópa. Þar næst fékk hver hópur nestispoka með 3 A4 blöðum, 3 tyggjóplötum, 6 pappírsklemmum, 1 teygju, 1 plastbolla,  1 fernu af kókómjólk, 1 blýanti, litlu bandi, 3 bómullarhnoðrum og 1 litlu trépriki. Fyrir hvern og einn hlut þurfti að borga vissa upphæð (mismikið þó) og aukalega gat maður keypt nokkra cm. af límbandi og nokkur klipp (með skærum).

Við fengum svo 25 mínútur til að útbúa einskonar öryggisnet - má líka kalla það "grípara" (eins ódýrt og einfalt og hægt var) - fyrir hrátt egg sem var látið falla (free - fall egg) ca. 2 metra - frá lofti niður í "gríparann". Það gefur auga leið að ef "gríparinn" náði ekki að grípa eggið.. hm.. þá lenti það á gólfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum  Shocking úps..

Eggið átti þannig að tákna þýðið eða fólkið sem við (lýðheilsufræðingar) berum ábyrgð á -  eða réttara sagt reynum að vernda fyrir þeim ýmsu heilsufarslegum hættum sem umkringir það í daglegu lífi - jeps.

Nú minn hópur stóð sig alveg svakaleg vel... þó ég segi sjálf frá Grin . Við útbjuggum mjög hentuga og umfram allt ódýra lausn á vandamálinu. Við notuðum plastbollann, útbjuggum svo trekt úr 2 A4 blöðum sem við stungum ofan í bollann. (við notuðum 2 cm af límbandi til að festa þetta saman) Þar næst  tókum við bómullarhnoðrana, settum þá í botninn og helltum svo kókómjólk yfir til að þyngja herlegheitin og gera bollann stöðugri. Þetta var sem sagt hönnunin Wink hljómar vel ekki satt??

Við fengum þar á eftir 3 mínútur til að stilla upp "gríparanum" - það var auðvitað mjög mikilvægt að eggið lenti í "gríparanum" en ekki svona rétt til hliðar eða eitthvað í þeim dúr og miklar pælingar fylgdu því auðvitað.FootinMouth 

Kæru vinir, þið megið ekki gleyma að að þetta átti var "free fall",  hrátt egg sem átti að detta 2 metra niður í "gríparann" !! Spennan var gríðarleg..Kerry hengdi eggið upp, klippti svo á bandið... og...  jú,jú, þetta gekk bara eins og í sögu og lendingin var mjúk og hvergi sást rispa á egginu Tounge Við stóðum okkur sem sagt með mikilli prýði og ættum því að geta kallað okkur lýðheilsufræðinga með réttu eftir eggjaleikinn... eða .. ég tel okkur að minnsta kosti vera á réttri leið. Blush  Ég vil þó nota tækifærið og nefna það hér.. þannig að enginn móðgist..hehe.. að allir hóparnir stóðu sig mjög vel og kláruðu eggjaverkefnið með stælCool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Hljómar skemmtilegt, er alveg til að fara í einhverja gönguferð í sumar eftir þann 20 júní þegar prófin eru búin, hvernig væri að fara eina Esjuferð og draga einhverja sérkennslustjóra með okkur???

kveðja Erla perla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:55

2 identicon

Þetta hefur verið frekar óhefðbundið en hvenær er eh hefðbundið sem virkar?

lilja (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband