Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grasrótin í Fjöldagöngu Gegn Slysum

 

gongum_gegn_slysum_2008_copy

Þær eru flottar stelpurnar í BAS hópnum: Bríet, Anna og Soffía sem standa fyrir Slysagöngunni þann 8 maí nk. BAS Hópurinn 

Ég veit það vel..en ég er ALLS EKKI hlutlaus því þessar Orkukonur LoL eru líka meistaranemar í Lýðheilsufræðunum..og því skóla - og lærdómsvinkonur Wink 

En Orkurnar hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og daga við skipulagningu göngunnar og er allt að smella saman þessa vikuna og mynda eina heild.

SlysaGangan snýst fyrst og fremst um það að vekja athygli almennings á afleiðingum umferðarslysa og hversu víðtaka áhrif þau geta haft fyrir gerendur, þolendur, aðstandendur og aðra er koma að slysinu.

Í göngunni taka m.a. þátt; sjúkraflutningamenn, útfararstjórar, lögreglan, fulltrúar áfallateymis á Bráðavakt Landspítalans, læknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar og sjúkraþjálfar sem tákn um þá mörgu aðila í grasrótinni sem koma að umferðarslysum með einum eða öðrum hætti.

Við lok göngunnar ( við þyrlupall Landspítalans) munu 166 Rauðum blöðrum verða sleppt til tákns um öll þau alvarlegu umferðarslys sem urðu á árinu 2007.

15 Svörtum blöðrum verður sleppt til tákns um þá sem létust í umferðarslysum á árinu 2007.

Þetta er rosalega flott framtak hjá BAS hópnum og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta fyrir framan Landspítalann á Hringbraut, fimmtudaginn 8. maí kl. 16:30 - taka þátt og sýna stuðning í verki. Joyful

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gengið gegn slysum á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökréttar afleiðingar

Verð að tjá mig um atburði dagsins.

Ég styð aðgerðir lögreglunnar 100%.

Það var búið að gefa flutningabílstjórunum þó nokkrar viðvararnir, þ.e.a.s. að ef þeir færðu ekki bílana og rýmdu svæðið myndi lögreglan byrja handtökur. Auðvitað þarf að fylgja því eftir og þannig gefa skýr skilaboð um það að rökréttar afleiðingar, þ.e.a.s. handtökur.. fylgi óæskilegri hegðun.. þ.e.a.s. ólögmætum mótmælum flutningabílstjóra.  

Og auðvitað er ekki hægt að hóta einhverju sem ekki er hægt að standa við eða fylgja málum eftir.  Hvaða skilaboð er þá verið að gefa til mótmælenda?..Jú.. að það sé í lagi að loka alfaraleiðum á háannatímum og með nógu miklu tuði og suði sé hægt að ná sínum málum fram hér í okkar samfélagi. Eins og litir krakkar sem eru búnir að læra það, að ef þeir nauða nú nógu mikið í mömmu í búðinni, öskri og æpi.. fái þeir að lokum sínu framgengt.. mamma gefst upp og kaupir nammið.

Nei takk.. þannig vil ég ekki hafa það í okkar litla landi.. Lögreglan var samkvæm sjálfri sér í dag og er ég mjög sátt við það.

 

 


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband