23.4.2008 | 23:42
Rökréttar afleiðingar
Verð að tjá mig um atburði dagsins.
Ég styð aðgerðir lögreglunnar 100%.
Það var búið að gefa flutningabílstjórunum þó nokkrar viðvararnir, þ.e.a.s. að ef þeir færðu ekki bílana og rýmdu svæðið myndi lögreglan byrja handtökur. Auðvitað þarf að fylgja því eftir og þannig gefa skýr skilaboð um það að rökréttar afleiðingar, þ.e.a.s. handtökur.. fylgi óæskilegri hegðun.. þ.e.a.s. ólögmætum mótmælum flutningabílstjóra.
Og auðvitað er ekki hægt að hóta einhverju sem ekki er hægt að standa við eða fylgja málum eftir. Hvaða skilaboð er þá verið að gefa til mótmælenda?..Jú.. að það sé í lagi að loka alfaraleiðum á háannatímum og með nógu miklu tuði og suði sé hægt að ná sínum málum fram hér í okkar samfélagi. Eins og litir krakkar sem eru búnir að læra það, að ef þeir nauða nú nógu mikið í mömmu í búðinni, öskri og æpi.. fái þeir að lokum sínu framgengt.. mamma gefst upp og kaupir nammið.
Nei takk.. þannig vil ég ekki hafa það í okkar litla landi.. Lögreglan var samkvæm sjálfri sér í dag og er ég mjög sátt við það.
![]() |
21 handtekinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |