Rökréttar afleiðingar

Verð að tjá mig um atburði dagsins.

Ég styð aðgerðir lögreglunnar 100%.

Það var búið að gefa flutningabílstjórunum þó nokkrar viðvararnir, þ.e.a.s. að ef þeir færðu ekki bílana og rýmdu svæðið myndi lögreglan byrja handtökur. Auðvitað þarf að fylgja því eftir og þannig gefa skýr skilaboð um það að rökréttar afleiðingar, þ.e.a.s. handtökur.. fylgi óæskilegri hegðun.. þ.e.a.s. ólögmætum mótmælum flutningabílstjóra.  

Og auðvitað er ekki hægt að hóta einhverju sem ekki er hægt að standa við eða fylgja málum eftir.  Hvaða skilaboð er þá verið að gefa til mótmælenda?..Jú.. að það sé í lagi að loka alfaraleiðum á háannatímum og með nógu miklu tuði og suði sé hægt að ná sínum málum fram hér í okkar samfélagi. Eins og litir krakkar sem eru búnir að læra það, að ef þeir nauða nú nógu mikið í mömmu í búðinni, öskri og æpi.. fái þeir að lokum sínu framgengt.. mamma gefst upp og kaupir nammið.

Nei takk.. þannig vil ég ekki hafa það í okkar litla landi.. Lögreglan var samkvæm sjálfri sér í dag og er ég mjög sátt við það.

 

 


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löggan klúðraði öllu nú í dag, mótmælin voru að leisast upp og menn voru að gera sig tilbúna til að fara, þá kom lögreglan og hleypti öllu aftur upp, börðu menn og annan, þetta var rosalegt. ég veit hvað ég er að tala um því ég var þarna á stöðinni þegar þetta gerðist.

Markús (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Melkorka þú gleymir að lögreglan var marsinnis búinn að hóta þeim, að á þeirra aðgerðum yrði tekið "án þess að ger nokkuð" og þannig gefa þeim þau merki að þeir mættu allt án afskipta lögreglu??, svo allt í einu mánuði seinna mætir yfirvaldið og piparúðar allt liðið allt liðið, hvaða skilaboð eru það, ég bara spyr.

Magnús Jónsson, 24.4.2008 kl. 00:00

3 identicon

Það er greinilegt að þú varst ekki þarna.ég var að vísu ekki að mótmæla heldur var í húsi í sjónmáli við Olísstöðina og löggan gersamlega flippaði út.Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Lögreglunni(Pabbi var lögga og allt það) Enn sú virðing fauk út um gluggann í dag.ég mun alldrei getap litið lögregluna sömu augum aftur fyrr enn Björn Bjarna og Lögreglustjóar höfuðborgarsvæðisins og ríkisins segja af sér.

sigurbjörn (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband