23.5.2008 | 10:46
Tilkynning
Borist hefur tilkynning um að nýtt frumefni hafi fundist "Frumefnið Karl"
Frumefnið finnst: í sófum, á kaffihúsum, börum, bjórkrám, á öðrum endanum á vindli eða veiðistöng. Sjaldan þó nálægt börnum.
Eðlisþyngd: 70-140 kg - og er breiðast um miðjuna.
Eðliseiginleikar: Þenst út í nálægð peninga og valds, skreppur saman í grennd við ryksugu og gólfskrúbba. Fuðrar upp við strokur og hól, slokknar á við umræður um jafnrétti og kvenfrelsi. Þó ósjálfbjarga án kvenna.
Efniseiginleikar: Dregst að fokdýrum dauðum hlutum, tækjum og tólum. Ofsafengin viðbrögð við skort á umönnun og eftirtekt þ.e. ósjálfbjarga án kvenna.
Notkun: Nauðsynlegt til æxlunar en ekki til teljandi gagns að öðru leyti.
Hristist við notkun.
Varúð: Getur eitrað líf kvenna ef þær eru ekki á verði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 10:49
ert þú all fullyrða eitthvað?ert þú kúguð?eða ert þú að reyna að hleypa illu blóði í einhverja?Tel mig vera þetta frumefni sjálfur,það hlýtur að vera eitthvað mikið þarna á bakvið en ég þori alveg að viðurkenna að ég gæti bara ekki án ykkar verið .
Gauti Halldórsson, 23.5.2008 kl. 10:55
jeeeeeeminn Melkorka nú rofaði til hjá mér
Lilja, 23.5.2008 kl. 14:41
Já maður hefur heyrt talað um þetta fyrirbæri
Jón Þór Bjarnason, 26.5.2008 kl. 11:31
Þetta er nú með því lang fyndnasta sem maður hefur lesið lengi
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.