Precede -Proceed módelið

Skólinn er nú aldeilis búinn að taka meira og minna allan minn tíma þessa  vikuna.. og bara lítill sem enginn tími fyrir bloggið Blush En ég ætla nú að reyna að bæta aðeins úr því núna.. og já.. deila með ykkur hinu stórkostlega PP módeli sem hefur haldið mér bíssí undanfarna daga.

Ég er sem sagt búin að vera í mjög krefjandi hópavinnu undanfarið hjá henni bandarísku Kerry, eggjakonunni ef þið munið Wink sem lauk svo með nemendafyrirlestrum í gær.

Kerry er búin að vera að þræla okkur í gegnum svokallað Precede-Proceed planning model sem er eins konar skipulagsmódel sem greinir m.a. markhópinn, skilgreinir vandamálið,.. eða í stuttu máli hjálpar að velja aðferð og kenningar við hæfi og beita þeim rétt þegar leysa skal eitthvað tiltekið vandamál. Þetta getur auðvitað skipt sköpum um hvort tiltekið lýðheilsuverkefni skilar árangri eða ekki!!

Módelið skiptist í 9 skref sem ég ætla ALLS ekki að fara nánar út í hér..en..ég og hinar skvísurnar í hópnum erum svoleiðis búnar að reita hár, svitna og bölva.. yfir þessu öllu saman GetLost..ótrúlega flókinn pakki. Ég ætla samt að taka það fram að húmorinn LoL var aldrei langt undan, enda nauðsynlegt þegar um svona krefjandi vinnu er að ræða þar sem maður er saman með hópnum sínum ...liggur við..  dag og nótt.. marga daga í röðWoundering 

En til að gera langa sögu stutta þá var okkur úthlutað markhópi sem var hvorki meira né minna en aldraðir eða seniors eins og það heitir víst á henni ensku ylhýru.

Annars.. ef ég fer eitthvað að sletta á ensku..þá er skýringin sú að öll kennsla, verkefnavinna og fyrirlesturinn hefur meira og minna farið fram á ensku Wink..jeps.. maður er bara orðin ansi góðurSmile

En aftur til gamla fólksins. Hópurinn minn..sem samanstóð reyndar af hinum frábæru konum; Bríeti..hjúkku með meiru...sem er reyndar að skipuleggja hinu árlegu Göngu gegn Slysum 8. maí nk. - en meira um það síðar.., Paulu hinni hálfbandarísku heilsueflingargúrú og Helgu Björk, hjúkku og næringarfræðingi sem aldrei gefst upp þó á móti blási Cool -allt hörku stelpur.

Kemur kannski ekki á óvart en við ákváðum að fókusera á karlmenn 65+ og reyna að skoða það, hvernig hægt væri að draga úr einangrun og einmanaleika hjá þeim er búa einir heima. Tilgangurinn var m.a. að draga úr tíðni þunglyndis hjá markhópnum og þannig auka lífsgæði þeirra. Tíðni þunglyndis hjá öldruðum er reyndar mjög lítið rannsakað hér á landi en allt virðist benda til þess að þetta sé mun stærri hópur en opinberar tölur segja til um Woundering 

Til að ná til þessa hóps ákváðum við (eftir miklar pælingar, gagnaöflun og mörg lög af precede-procede) að setja af stað verkefni sem kallað er Mind-Well og bíður eldri mönnum m.a. heimsóknir (eins konar heimsóknarvinir) og ráðgjöf. Við gáfum út bækling og stofnuðum vefsíðu www.mind-well.is. Hér fyrir neðan nokkrar myndir af skvísunum, bekknum og bæklingnum - og ég vil taka það fram að við erum bara ansi ánægðar með afraksturinn.Grin

 

IMG_0004      IMG_0025

IMG_0026

IMG_0057

  

 

 

 

 

 

 

IMG_0056

 

 

 

IMG_0058


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátti til með að skoða fílinn að mála, alveg ótrúlegt!!!

Skemmtilegt blogg!

Kv. Lilja Eygerður 

Lilja Eygerður (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband