18.4.2008 | 15:45
Karlmenn
Nú tala sumir karlmenn um það hversu konur séu erfiðar - oft á tíðum illskiljanlegar og ólíkar þeim - flóknar.. er mér sagt Hm..ekki veit ég hvort það er rétt, öll erum við komin af öpum, úr sömu sköpum (eins Páll Óskar syngur hehe) og þannig þegar allt kemur til alls, erum við örugglega frekar lík inn við beinið.
Enn... ég á líka oft erfitt með að skilja karlmenn.. þrátt fyrir það hversu yndislegir þeir geta verið þessar elskur, ljúfir og mjúkmæltir, brosa breitt .. og ekki gæti ég hugsað mér að vera án þeirra.. ó nei
En hér sit ég í dag, 36 ára gömul, kona á besta aldri sem þóttist nú hafa þó nokkra reynslu af þessum samskiptum öllum saman.. en er þó engu nær - og ég er ALLS ekki að skilja karlmenn .. eða ..hm.. ég hef að sjálfsögðu einn tiltekinn ljúfling í huga sem er að valda mér miklum heilabrotum í dag.
En mitt allri þessari melankólíu rekst ég á ég á eftirfarandi.. frekar skondin lýsing á því hvernig "Karlmenn fara í sturtu" ..kom mér að minnsta kosti til að brosa allan hringinn ... því stundum er gott að "reyna" að nota húmorinn til að koma sér í gegnum erfiða daga
AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR:
Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu.
Ef konan sér þig á leiðinn, hristu þá "vininn" og segðu Vúúííí!!
Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk". Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum" , gríptu um hann og segðu ; " jú vonna pís of ðis beibí".
Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka - ekki nota hann ef þú rekst á hann. Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu.
Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búðu til móhíkana-kamb með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí). Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu).
Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn). Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna , dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gossann" , taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Ssssjabúmm."
Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og nú notaðir í gær.
Hafið það nú sem allra best um helgina
knus
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Athugasemdir
Jæja, símtalið kom nú hehe - takk fyrir að hlusta á kelluna
knus frá Orkunni
Melkorka Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:13
Takk elsku góða karmaÁsdísin mín
knus og koss héðan
Melkorka Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 14:01
Sæl og velkomin í klúbbinn með að skilja ekki karlmenn!
kveðja erla þunna
Erla Stefanía Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:28
karlmenn ! það er engum ætlað að fatta þá. Mundu að njóta og reyna ekki að túlka allt sem sagt er án orða og lesa á milli....línanna
liljabjarnþórs (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.