13.4.2008 | 21:59
Að slá konu gullhamra
Ég heimsótti elskulegu litlu systur mína hana Rönku í gærkvöldi.
Var skutlað á staðinn í löggubíl.. .. var tekin á leiðinni.. - nei annars..bara smá grín hehe . En af því að kellan nennti ekki í strætó og vildi spara sér leigubílinn tók hún upp símtólið og hringdi í einn af uppáhalds einkabílstjórunum sínum.. sem vill svo merkilega til að er lögga sem var á bakvakt í gær. Jeps..þannig komst ég til Systu og fékk þessi ljúflingur að sjálfsögðu koss fyrir viðvikið.
Systu og mér tókst svo á næstu klukkustundum að klára nokkra kalda öllara, ræða heimsins mál og málefni, fara á trúnó og leggja Tarotspil. Ekki man ég nú nákvæmlega spádóminn en við urðum þó sammála um það að góðir tímar væru framundan - auðvitað.
Svo var hresst upp á make-upið og arkað sem leið lá niður Laugaveginn. Áfangastaður; Ölstofa Skjaldar og Kormáks. Þar hittum við Helgu P. hjúkku og göngugarp með meiru, barinn var svo í framhaldi af því heimsóttur og einn kaldur keyptur
Eftir því sem leið á nóttina fylltis Ölstofan enn meira - í bókstaflegri merkingu - og enn fleiri fylltust örvæntingu í leitinni að ástinni Hitti ég einn þeirra í nótt. Hann kom að mér, dökkhærður með breitt smjaðurslegt bros. Ekki ómyndarlegur, hafði búið erlendis í mörg ár og höfðum við þannig ýmislegt að ræða um. Eitt kunni hann líka fyrir sér.. það var að slá konu gullhamra. Ég .. kellan.. var sú flottasta, gáfaðasta, fallegasta mest sexí kona sem hann hafði í sínu lífi hitt Og það sem hann nefndi ekki; bláu augun - flottust.. hárið - fallegast.. - munnurinn - hm... nefni það nú ekki hehe Enn... ég hugsaði með mér, fínt haltu bara áfram..ég veit ég er æði..hehe.. og gáfuð líka hehe og svo sæt Og..hann hélt áfram.. og áfram.. hann var greinileg búinn að prófa þetta allt áður og líklegast hafði þetta virkað fyrir hann.. í einhverjum tilfellum.. en á mig - kelluna var þetta ekki alveg að virka.. ég fór bara í staðinn á algjört egoflip, tók öll þessi smjaðurmæli inn og hugsaði með mér "hm..já..þetta er bara aldeilis fínt fyrir sjálfstraustið og mína innri konu". Svo brosti ég bara breitt og sagði; "takk, takk" og reyndi þar næst að koma mér undan og láta mig hverfa. Ætlaði að finna Systu og Helgu en þær hvergi sjáanlegar og ákvað ég því að yfirgefa staðinn og leggja í leigubílaröðina. Ég var rétt nýkomin út fyrir þegar daðraranum tókst að þefa mig uppi.. vildi endilega fylgja mér í leigubílaröðina. Ég hugsaði með mér; ok fínt...hafði svo sem ekkert á móti því að hafa félagsskapinn enda hálfeimana eftir að hafa týnt stelpunum. Mér varð það þó nokkuð ljóst, að eftir því sem við nálguðumst leigubílaröðina meira að hann hugsaði sér greinilega að verða SAMFERÐA mér í bílnum.
Nei,,takk það var ekki málið fyrir kellu..alveg sama hversu mikið hann hafði skjallað mig fyrr um nóttina. Þegar við komum að röðinni tókst mér því einhvern veginn að smeygja mér inn á milli nokkurra hávaxinna karlmanna (og kvenna enda er kellan frekar lágvaxinn) og hreint út sagt lét mig hverfa, týnast..hm.. fela mig. Ég sá hann sveima fyrir utan skýlið... leitandi að mér.. og kannski var þetta frekar ljótt af mér en ég var búin að taka þá ákvörðun að vilja ekkert með hann hafa.. og síst af öllu taka leigubíl með honum!! Ég varð því ekkert smá fegin þegar ég sá hann hverfa á brott, kannski leitandi að annarri konu til að slá gullhamra.. hver veit.
Ég aftur á móti, beið og beið í alltof langri, leiðinlegri og snjókaldri leigubílaröð í að minnsta kosti klukkutíma. Ég var alvarlega farin að íhuga það að hringja í einhvern til að sækja mig.. ótrúlegt að þurfa að bíða svona lengi eftir leigubíl..ojj. Ég var því orðin frekar köld og þreytt þegar ég loksins komst heim til mín í nótt..alltof,alltof seint enda hefur dagurinn í dag borið þess merki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Hæ nýji bloggvinur er nú ekki komin tími til að slaka á og ...............................njóta lífsins!!!
kveðja erla perla
Erla Stefanía Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:31
hahaha góður!!! og þú ennþá betri, stundum er sko algjör plús að vera svona lágvaxin! hehehehe
ps þið mæðgurnar eruð BARA flottar
Lauga (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:32
Takk fyrir allar þessar frábæru komment á bloggið mitt - gaman að heyra frá ykkur.. ég veit reyndar líka að margir karlmenn meina að sjálfsögðu það sem þeir segja, og kannski gerði sjarmörinn það líka Ekki ólíklegt þar sem ég er BARA flott eins og Lauga segir,, hehe..
Hafið það sem allra best - knus til ykkar Melkorka
Melkorka Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:53
Ekki spurning að líta á svona daðrara sem algjört egóbúst, alltaf gott að fá gullhamra og fullt af þeim :-)
Lilja (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.