Ég er svo heppin..

Ég er svo heppin að reka ekki bíl. Eftir margra ára búsetu í Danaveldi þar sem tveir jafnfljótir, hjól, vespur og önnur undarleg farartæki á tveimur hjólum eru aðal samgöngutækin tók ég þá ákvörðun að reyna að vera dönsk á Íslandi. Fara allra ferða minna fótgangandi eða í strætó. Smile Spara pening og vera umhverfisvæn - græn. Ég hef þó verið svo heppin að eiga oft góða að, bæði vini og vandamenn sem ég hef ráðið í vinnu hjá mér sem einkabílstjóra.  Þeir hafa skutlað mér hingað og þangað - þó aðallega í matvörubúðirnar sem virðast oftar en ekki liggja einhversstaðar  í jaðri úthverfanna. Þegar stórinnkaup standa svo fyrir dyrum er nær ómögulegt fyrir konu eins og mig (þó svo að hún sé sterk og ágætlega á sig komin ) að koma sér heim með vörurnar. Þá hafa einkabílstjórarnir komið sterkir inn Wink.

Í Danmörku reddaði maður sér aftur á móti annaðhvort með því að; a) að taka innkaupavagninn með sér heim...þægilegt enda hægt að skella heilum kassa af Carlsberg (30 flöskur) undir körfuna eða b) nota gamlan barnavagn og skella vörunum í .. það er reyndar líka hægt að setja heilann kassa af Carlsberg undir hann Grin og þannig er barnavagninn einnig mjög handhægur. Ég verð að viðurkenna að ég hef hreinlega ekki lagt í það að rúlla Netto kerrunni úr Mjóddinni upp í í Gljúfraselið.. hvað þá að ná mér í einn gamlan barnavagn Woundering  Þarf kannski að íhuga þetta í framtíðinni, ég gæti kannski komið af stað nýju "trendi" hérna á Íslandi..viljum við ekki öll spara og reyna að vera svo GRÆN!

Annars er eitt af því besta við að vera fótgangandi að sleppa við það að þurfa að fara út í umferðina á morgnana. Ég geng sem sagt úr Seljahverfinu yfir í Kópavoginn, ca. 20 mínútna ganga aðra leiðina. Og smá fróðleikur; þar sem Lýðheilsustöð mælir með því að fullorðnir einstaklingar hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag er kellan er að ná þessu og rúmlega það..hehe.. Ég er bara ansi ánægð með mig Grin og svo næ ég að halda mér í formi fyrir allar "fjall" göngurnar sem eru framundan í vor og sumar. Gott mál það.

Læt fylgja nokkrar myndir með frá gönguferðinni í morgun, sólin skein, fuglarnir sungu og ég mætti endurnærð í vinnunaCool

IMG_0001IMG_0003IMG_0004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Skemmtilegt blogg... það þarf að koma þessu enn frekar á framfæri, að það sé hægt að nota gamla barnavagna, sem víða standa ónotaðir á svölum, sem bjórflutningskerru, og fá endurnærandi hreyfingu útúr labbinu úr Vínbúðinni og heim ;)

Jón Þór Bjarnason, 10.4.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband