9.4.2008 | 23:10
Loksins er kellan farin að blogga
Jæja, þá kom að því að frúin færi nú að tæknivæðast og byrjaði að bloggast. Takk fyrir elsku Ásdís að koma mér af stað.. án þín væri ég hmm.. jæja en þú sparkaðir mér að minnsta kosti af stað.
Hvernig væri nú að skrifa með stærra letri hmm..- er svona að prófa mig áfram með síðuna en ákvað að byrjaði á því að skella nokkrum myndum inn úr fermingu Elísu Guðrúnar 16. mars sl. þar sem nánasta fjölskyldan var samankomin í á heimili foreldra minna í Fitjasmáranum. Frábær dagur sem heppnaðist vel.
Ætla að lokum að láta fylgja með eitt af uppáhaldsatriðum mínum úr Fóstbræðrum. Hef undanfarið verið ansi dugleg inni á YouTube og skannað video o.fl. - að mínu mati eru þeir algjörir snillingar og betra grín hefur ekki sést í íslensku sjónvarpi. Algjör snilld.. hér eru MogoJacket
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.