Tilkynning

Borist hefur tilkynning um að nýtt frumefni hafi fundist "Frumefnið Karl"

Frumefnið finnst: í sófum, á kaffihúsum, börum, bjórkrám, á öðrum endanum á vindli eða veiðistöng. Sjaldan þó nálægt börnum.

Eðlisþyngd: 70-140 kg - og er breiðast um miðjuna.

Eðliseiginleikar: Þenst út í nálægð peninga og  valds, skreppur saman í grennd við ryksugu og gólfskrúbba. Fuðrar upp við strokur og hól, slokknar á við umræður um jafnrétti og kvenfrelsi. Þó ósjálfbjarga án kvenna.

Efniseiginleikar: Dregst að fokdýrum dauðum hlutum, tækjum og tólum. Ofsafengin viðbrögð við skort á umönnun og eftirtekt þ.e. ósjálfbjarga án kvenna.

Notkun: Nauðsynlegt til æxlunar en ekki til teljandi gagns að öðru leyti.

Hristist við notkun.

Varúð: Getur eitrað líf kvenna ef þær eru ekki á verði.

LoLKissing


Bloggfærslur 23. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband