Bó Hall..

Rakst á skemmtilega litla grein í Fréttablaðinu laugardaginn 19. apríl sl. með fyrirsögninni; "Danskur aðdáandi bíður eftir Bó Hall." Ég rek upp stór augu W00t og ákveð að lesa áfram. Ekki verð ég minna hissa er þessi "frábæri" danski aðdáandi (sem reyndar heitir Liza)  segir að uppáhaldslagið sitt með Bó Hall sé lagið Núna Whistling sem var framlag Íslendinga til Eurovision árið 1995.

Ég fyllist stolti Happy og man um leið eins skýrt og það hefði gerst í gær.. árið sem að faðir minn ástkæri, textasmiður lagsins.. fór í "Bó Hall jakkanum" sínum til Dublin ( ef ég man rétt) og tók þátt í Eurovison. Man að ég sat heima í Stóragerðinu ásamt dóttur minni, rúmlega 1 árs, og horfði óvenju spennt á útsendinguna á RÚV.  Reyndi eftir fremsta megni að sjá lýsandi sól pabba í salnum..en það eina sem skein var Bó Hall sem söng lagið Núna með sinni ylhlýru, traustu rödd. Bó stóð sig vel  Wink.. en annars lentum við þetta í árið í því illræmda 16. sæti eins og oft áður.

Þetta var fyrsta og eina skiptið sem að pabbi tók formlega þátt í Eurovison Blush.  

Við í fjölskyldunni höfum oft reynt að fá pabba til að tjá sig um upplifun sína af Bó Hall og förinni til Dublin..en einhvernveginn hefur lítið verið um svör.  Hef stundum velt því fyrir mér ..hm.. en kannski var það sérsaumaði jakkinn með merki Bó Hall sem endanlega gerði út um úrslitin Gasp og föður minn enn fámæltari Errm

Ef mig minnir rétt þótti Binna bró mikið til "Bó Hall jakkans" koma og fékk hann lánaðan á MR ball..gerði mikla lukku að mér skilstCool  Síðan veit ég ekki hvað varð af jakka Bó..

Til að hressa upp á minnið ; hér kemur Bo Hall með lagið Núna:

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva lummar þú á þessu ......og ekki sagt frá pabba þínum , en hvað með þig ert þú liðtæk í þessum textagerð og músik  ???? ég hef það bara svo gott í Bolí heheheh

liljabjarnþórs (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Melkorka Jónsdóttir

Maður er auðvitað velgenaður..hí hí

Melkorka Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband